Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fös 17. september 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Skoraði fimmu í einum af hennar síðustu leikjum
Carli Lloyd er hreinlega mögnuð.
Carli Lloyd er hreinlega mögnuð.
Mynd: Getty Images
Carli Lloyd, sóknarmaður bandaríska kvennalandsliðsins, skoraði fimm mörk í 9-0 sigri Bandaríkjanna gegn Paragvæ. Þetta var einn af hennar síðustu leikjum áður en skórnir fara á hilluna.

Lloyd sem er 39 ára skoraði tvisvar á fyrstu sex mínútum leiksins. Þrennan var svo innsigluð á 34 mínútu en leikurinn var spilaður í Cleveland.

Hún bætti svo tveimur mörkum við og er komin með 133 mörk í 313 landsleikjum.

Lloyd spilar fyrir NJ/NY Gotham FC en hún mun spila þrjá landsleiki til viðbóta áður en hún leggur landsliðsskóna á hilluna.

Bandaríska liðið er að spila vináttulandsleiki um þessar mundir en talað er um leikina sem kveðjuferðalag Lloyd. Hún leikur gegn Paragvæ 22. september og svo tvo leiki gegn Suður-Kóreu 22. og 27. október.

Á ferli sínum hefur hún tvisvar fagnað sigri á HM og tvisvar á Ólympíuleikunum.

Fimman sem hún skoraði fer í sögubækurnar því einn leikmaður hefur aldrei skorað eins mörk mörk í sama leiknum fyrir bandaríska kvennalandsliðið. Andi Sullivan (2), Lynn Williams og Tobin Heath skoruðu hin mörkin.

Bandaríska landsliðið er ósigrað í 59 leikjum í röð í eigin landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner