Arsenal vill Phillips, Neto og Gimenez - Chelsea vill Osimhen og Toney - Newcastle vill Andersen
   sun 17. september 2023 15:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta um Raya: Þarf að spila leiki
Mynd: Getty Images

Mikel Arteta tók stórar ákvarðanir í liðsvali sínu á byrjunarliði Arsenal sem er að spila gegn Everton á Goodison Park þessa stundina.


Það vekur athygli að David Raya er í markinu á kostnað Aaron Ramsdale og Kai Havertz hefur verið settur á bekkinn eftir erfiða byrjun í búningi Arsenal.

Margir hafa gagnrýnt ákvörðun Arsenal að fá Raya í sínar raðir þar sem liðið er þegar með frábæran markvörð í Ramsdale.

Arteta segir að liðið þurfi að vera með tvo frábæra leikmenn í hverri stöðu.

„Ég held að ég hafi nefnt það að við vildum byggja upp hóp með tveimur gæðaleikmönnum í hverri stöðu, með mismunandi eiginleika, og við höfum fengið það núna," sagði Arteta.

"Til að hámarka það þurfa þeir að spila leiki, og það er margt framundan hjá okkur núna. Við höfum það sama með aðra leikmenn sem við höfum, það eru margir leikir framundan."

Næsti leikur Arsenal er gegn Twente í Meistaradeildinni á Emirates á miðvikudaginn. Um næstu helgi er Lundúnarslagur þegar liðið fær Tottenham í heimsókn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner