Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   sun 17. september 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Dagur Dan lék allan leikinn í sigri Orlando - Nökkvi og Þorleifur deildu stigunum
watermark Dagur Dan er að finna sig í hægri bakverðinum hjá Orlando
Dagur Dan er að finna sig í hægri bakverðinum hjá Orlando
Mynd: Getty Images
Tveir Íslendingar komu við sögu í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í nótt en einn var ónotaður varamaður.

Dagur Dan Þórhallsson er búinn að negla fast sæti í liði Orlando City en hann lék allan leikinn í hægri bakverði í 4-3 sigri á Columbus Crew.

Orlando er í öðru sæti Austur-deildarinnar með 50 stig, átta stigum frá toppliði Cincinnati.

Nökkvi Þeyr Þórisson og Þorleifur Úlfarsson mættust þá í Vestur-deildinni.

St. Louis og Houston Dynamo gerðu 1-1 jafntefli en Nökkvi lék síðasta hálftímann á meðan Þorleifur sat allan tímann á varamannabekk Houston.

St. Louis er á toppnum með 49 stig en Houston Dynamo í 6. sæti með 40 stig.

Róbert Orri Þorkelsson var ekki í hópnum hjá Montreal sem gerði markalaust jafntefli við Chicago Fire og þá var Svava Rós Guðmundsdóttir ekki í leikmannahópi Gotham, sem vann Washington Spirit, 2-0, í NWSL-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner