Arsenal vill Phillips, Neto og Gimenez - Chelsea vill Osimhen og Toney - Newcastle vill Andersen
   sun 17. september 2023 13:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar um Árna Vill: Það var ekki hægt að taka hann
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það eru spennandi tímar framundan hjá Breiðabliki en liðið er að hefja úrslitakeppnina í Bestu deildinni í kvöld og berst um sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili.


Liðið hefur leik í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn þegar liðið mætir Maccabi Tel Aviv í Ísrael. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari liðsins var í spjalli hjá Fótbolta.net fyrir helgi. Hann var spurður hvort það kæmi til greina að styrkja hópinn.

Breiðablik mætir FH í Bestu deildinni í kvöld en Óskar sagði að möguleikinn á styrkingu myndi renna út um leið og sá leikur færi af stað.

„Við erum ekki að fara gera neitt, enda er mjög erfitt að finna leikmenn á þessum tímapunkti, leikmenn sem lenda hlaupandi og eru í formi. Við hefðum þurft leikmenn í toppformi í þeim leikjum sem framundan eru til þess að það væri þess virði," sagði Óskar Hrafn.

Árni Vilhjálmsson er uppalinn hjá Breiðablik en hann rifti samningnum sínum við litháenska liðið Zalgiris um miðjan ágústmánuð.

„Það er ekki hægt að taka hann vegna þess að við gátum eingöngu tekið leikmenn sem urðu samningslausir áður en glugginn okkar lokaði," sagði Óskar Hrafn.

Óskar Hrafn hefur mikið talað um að hann hefði viljað fá sóknarmann en hann er sáttur með hópinn.

„Þetta er tricky spurning. Þegar allir eru heilir og við erum með okkar sterkasta hóp þá finnst manni hann vera nægilega öflugur. Við finnum fyrir því sérstaklega þegar leikmenn fram á við eru að meiðast. Það er auðvelt að vera brjálaður, svo er ekki rétti maðurinn þarna sem passar fyrir okkur," sagði Óskar Hrafn.

„Við erum í ljómandi fínum málum svo framarlega sem við lendum ekki í hremmingum. Við erum að fara inn í tíma sem verður mikið álag þar til mótinu líkur. Síðan spilum við á 2-3 vikna fresti og þá á að vera einfaldara að halda mönnum ferskum og meiðslafríum. Við erum með góðan hóp sem hefur staðið í ströngu og þarf að gera það áfram."

Óskar Hrafn segir að Jason Daði Svanþórsson og Kristófer Ingi Kristinsson séu meiddir en verði klárir í slaginn fyrir fimmtudaginn.


Óskar Hrafn: Sá möguleiki rennur endanlega úr sögunni á sunnudag
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner