Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   sun 17. september 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Stórkostleg frammistaða Alberts - „Hvað kostar að fá hann?“
watermark Albert Guðmundsson vegnar vel á Ítalíu
Albert Guðmundsson vegnar vel á Ítalíu
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson átti þátt í báðum mörkum Genoa í 2-2 jafnteflinu gegn ítalska meistaraliðinu Napoli í Seríu A í gær en ítalskur blaðamaður veltir fyrir sér hvað það kostar að fá íslenska sóknartengiliðinn.

KR-ingurinn tók tvær hornspyrnur sem sköpuðu mörk Genoa og það gegn félaginu sem var orðað við hann í sumar.

Mörg félög á Ítalíu sýndu Alberti áhuga en þegar glugginn lokaði var hann enn leikmaður Genoa.

Ítalski blaðamaðurinn Andrea Pelagatti er afar hrifinn af Alberti en Pelagatti er einnig stuðningsmaður Roma og veltir fyrir sér hvað það myndi kosta að fá hann.

„Hvað kostar Albert Guðmundsson? Kannski er ég svo heppin að alltaf þegar ég horfi á hann spila þá er hann algert undur, en hann virkar á mig eins og alhliða leikmaður sem minnir á Mkhitaryan. Ég myndi auðveldlega taka hann inn,“ sagði Pelagatti á Twitter (X).

Samkvæmt tölfræði Opta er Albert í öðru sæti yfir bestu leikmenn Genoa á tímabilinu, með 7,10 í einkunn en aðeins Morten Frendrup er með betri einkunn eða 7,37.
Athugasemdir
banner
banner
banner