Milos Milojevic og lærisveinar hans í Al Wasl unnu fyrsta leik sinn í Meistaradeild Asíu er liðið lagði Pakhatakor að velli, 1-0, í Tashkent í Úsbekistan í kvöld.
Al Wasl tryggði sér þátttökurétt í keppnina með því að vinna deildina í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á síðustu leiktíð.
Marokkómaðurinn Soufiane Bouftini skoraði eina mark Al Wasl í kvöld þegar hálftími var til leiksloka.
Meistaradeild Asíu er með svipuðu móti og Meistaradeild Evrópu, en spiluð er einföld átta umferða deild, sem er skipt í austur- og vesturhluta. Átta efstu liðin úr hvorum hluta fara áfram í 16-liða úrslit.
Al Hilal vann Al Rayyan, 3-1. Joao Cancelo skoraði og lagði upp fyrir Al Hilal, en þeir Marcos Leonardo og Sergej Milinkovic-Savic komust einnig á blað.
Elías Rafn hvíldur í bikarsigri
Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson var ekki í leikmannahópi Midtjylland sem vann 4-1 sigur á Hillerod í 32-liða úrslitum danska bikarsins. Elías er fastamaður í liði Midtjylland, en var hvíldur í dag.
Athugasemdir