Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   þri 17. september 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Textor fær samkeppni um Everton - Friedkin kominn aftur inn í myndina
Dan Friedkin hefur enn áhuga á að kaupa Everton
Dan Friedkin hefur enn áhuga á að kaupa Everton
Mynd: EPA
Eignarhald enska félagsins Everton mun breytast á næstu mánuðum en tveir Bandaríkjamenn berjast um að kaupa félagið.

John Textor, eigandi Crystal Palace, er maðurinn sem er kominn hvað lengst í viðræðum um kaup á Everton, en hann þarf þó fyrst að selja hlut sinn í Palace til að klára kaupin.

Samkvæmt Sun er Textor að mynda fjárfestingahóp, en hann vill að bandaríski rapparinn og viðskiptamaðurinn Jay Z verði hluti af hópnum.

Eins og áður kom fram er samkeppni um Everton, en Bloomberg segir frá því að Dan Friedkin, sem fer fyrir Friedkin-samsteypunni, sé kominn aftur í myndina.

Friedkin var í viðræðum um kaup á Everton fyrr á árinu og var reiðubúinn að greiða 500 milljónir punda en hann dró sig úr viðræðunum í sumar.

Nú hefur hann ákveðið að skrá sig aftur í baráttuna og hefur hann þegar sett sig í samband við hluthafa Everton.

Friedkin er metinn á 7,6 milljarða bandaríkjadollara og er meðal annars eigandi ítalska félagsins Roma.
Athugasemdir
banner