Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Crystal Palace vill kaupa hægri bakvörð WBA
Nathan Ferguson í leik með varaliði WBA
Nathan Ferguson í leik með varaliði WBA
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Crystal Palace á Englandi, vill fá Nathan Ferguson, leikmann WBA, til félagsins í janúar.

Crystal Palace varð fyrir mikill blóðtöku í sumar er Aaron Wan-Bissaka var seldur til Manchester United og hefur félagið því leitað að arftaka hans.

Félagið vill kaupa hinn 19 ára gamla Nathan Ferguson frá WBA en hann hefur staðið sig vel í ensku B-deildinni á tímabilinu.

Ferguson er upprunalega miðvörður en getur spilað í bæði vinstri og hægri bakverði.

Hann er núverandi leikmaður U20 ára landsliðs Englands.
Athugasemdir
banner