Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 17. október 2019 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hegerberg sú markahæsta í sögu Meistaradeildarinnar
Hegerberg er 24 ára.
Hegerberg er 24 ára.
Mynd: Getty Images
Hin norska Ada Hegerberg jafnaði í gær markametið í Meistaradeild Evrópu.

Hegerberg er ein allra besta fótboltakona í heimi - mögulega sú allra besta. Í fyrra voru Ballon d'Or verðlaunin afhent í fyrsta skipti meðal kvenna. Hegerberg, sem leikur með hinu ógnarsterka Lyon-liði í Frakklandi, hlaut verðlaunin.

Hún er aðeins 24 ára og í gær skoraði hún sitt 51. mark í Meistaradeildinni. Hún skoraði tvennu er Lyon vann 4-0 útisigur á danska liðinu Fortuna Hjörring í fyrri leik liðanna í 16-liða úrsltunum.

Hegerberg jafnaði met hinnar 34 ára gömlu Anja Mittag, sem er í dag á mála hjá RB Leipzig í Þýskalandi.

Hegerberg og stöllur hennar í Lyon hafa unnið Meistaradeildina fjögur ár í röð.

Breiðablik var einnig að spila í Meistaradeildinni í gær, en tapaði þá 4-0 fyrir Paris Saint-Germain á Kópavogsvelli.


Athugasemdir
banner
banner
banner