Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 17. október 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Benrahma: West Ham er sögufrægur klúbbur
Said Benrahma er ánægður með félagaskiptin
Said Benrahma er ánægður með félagaskiptin
Mynd: Getty Images
Said Benrahma var kynntur sem nýr leikmaður West Ham United í gær en hann kemur á láni frá Brentford. Hann var í skýjunum með skiptin en hann ræddi við heimasíðu West Ham.

Benrahma hefur verið einn besti maður ensku B-deildarinnar síðustu tvö árin eða frá því hann kom frá Nice.

Hann var orðaður við Arsenal og Chelsea í sumar en ekkert varð þó úr þeim skiptum. West Ham sýndi honum mikinn áhuga undir lok gluggans og gekk frá skiptunum í gær.

Hann kemur á láni út leiktíðina en svo er West Ham skuldbundið að kaupa hann næsta sumar fyrir 20 milljónir punda.

„Ég er afar ánægður með að vera partur af þessu liði. West Ham er sögufrægur klúbbur sem hefur lengi vel spilað í deild þeirra bestu. Félagið er með mjög góða leikmenn og þetta er risaklúbbur á Englandi," sagði Benrahma.

„Ég talaði við stjórann, þannig ég veit nákvæmlega hvers hann ætlast af mér. Ég reyni auðvitað að skila mínu á vellinum því hann hefur trú á mér og vonandi get ég gefið til baka.

„Ég er spenntur fyrir því að spila í úrvalsdeildinni. Ég spila fótbolta til að njóta mín en það er alltaf geggjað augnablik þegar maður gengur til liðs við félagið í vinsælustu deild heimsins, þannig ég er spenntur að sýna hvað í mér býr,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner