Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. október 2020 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp: Veit ekki hvar línan er þegar kemur að rangstöðu
Besti útileikur undir minni stjórn
Mynd: Getty Images
„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna. Þetta var besti útileikur Liverpool síðan ég tók við. Þeir skoruðu tvö mörk eftir að við skipum um kerfi," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 2-2 jafntefli gegn Everton.

„Við vorum með yfirburði gegn liði sem er á miklu skriði. Öðruvísi hlutir gerðust í dag. Ég hef ekki svona rangstöðu eins og í Virgil og Pickford atvikinu," bætti Klopp við og á þá við atvikið þegar Jordan Pickford tæklaði Virgil van Dijk illa snemma leiks en rangstaða var dæmd á Virgil þar sem hluti handarinnar var fyrir innan.

„Ég veit ekki hvar línan er þegar kemur að rangstöðu," sagði Klopp svo aðspurður út í markið sem dæmt var af Jordan Henderson í uppbótartíma leiksins.

„Við hefðum átt að vinna leikinn, frábær leikur og við vorum með yfirburði frá fyrstu sekúndu."

Lokaspurningin var um Thiago Alcantara og stöðuna á honum: „Hann varð allavega fyrir alvöru höggi í Richarlison atvikinu," sagði Klopp að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner