Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 17. október 2020 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sigrún Ösp til Ítalíu (Staðfest)
Sigrún í leik með Gróttu í sumar.
Sigrún í leik með Gróttu í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir er gengin í raðir Apulia Trani á Ítalíu.

Sigrún Ösp hefur leikið með Gróttu síðan 2018 en hún lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með Þór/KA árið 2014. Hún hefur einnig leikið með Hömrunum og Völsungi á ferli sínum.

„Apulia Trani er viss um að innkoma Sigrúnar Ösp Aðalgeirsdóttur muni hafa í för með sér gífurlegan ávinning í því að reyna að ná þeim markmiðum sem félagið hefur sett sér."

„Við bjóðum Sigrúnu Ösp hjartanlega velkomna í borgina okkar og teymið,"
segir á Traniviva.it.

„Þetta gerðist allt mjög hratt. Það var haft samband við mig á þriðjudaginn í síðustu viku og fimm dögum síðar var búið að kaupa flugmiðann! Lengjudeildin er nánast búin og mér fannst spennandi að fá tækifæri til að spila fótbolta í öðru landi. Svo var tilhugsunin um að flytja til Suður-Ítalíu líka mjög heillandi. Það á eftir að koma í ljós hversu sterk C-deildin hér er miðað við fótboltann heima. Hvað sem því líður þá vona ég að ég geti hjálpað liðinu og komið reynslunni ríkari heim í Gróttu næsta vor," sagði Sigrún í viðtali sem birtist á fésbókarsíðunni Grótta Knattspyrna.

Trani er sunnarlega á austurströnd Ítalíu og leikur Apulia í C-deildinni.

Sigrún til Ítalíu 🇮🇹

Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir leikmaður Gróttu hefur gert lánssamning við ítalska félagið...

Posted by Grótta Knattspyrna on Laugardagur, 17. október 2020

Athugasemdir
banner
banner