Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 17. október 2021 17:39
Victor Pálsson
Bale: Ekki besta endurkoma í sögu fótboltans
Mynd: EPA
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, viðurkennir að endurkoma hans til Tottenham á síðustu leiktíð hafi ekki verið sú besta í fótboltasögunni.

Bale sneri aftur til Tottenham í eitt tímabil á láni frá Real en hann vann þá með Jose Mourinho hjá enska félaginu og var talað um að þar andaði köldu á milli.

Bale vill ekki kenna Mourinho um þessa endurkomu en hann skoraði þó 11 mörk í 20 deildarleikjum í London sem er ansi góð tölfræði.

Vængmaðurinn var þó ekki alltaf fyrsti maður á blað hjá Mourinho sem var að lokum rekinn og tók Nuno Santo við liðinu í sumar.

Það andaði ekki köldu á milli Bale og Mourinho að sögn þess fyrrnefnda en þeir voru þó ekki alltaf á sama máli þegar kom að íþróttinni.

„Hjá Tottenham þá voru engin rifrildi okkar á milli. Ég held bara að við höfum ekki verið á sömu skoðun þegar kom að fótbolta,“ sagði Bale.

„Ég er að reyna að vera mjög sanngjarn hérna. Við getum bara sagt að þetta hafi ekki verið besta endurkoma í sögu fótboltans.“
Athugasemdir
banner