Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. október 2021 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland orðaður við Newcastle - Hazard til Liverpool?
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Slúðurpakki dagsins í boði BBC er klár.

Real Madrid mun bjóða Liverpool pening auk þess að fá hinn þrítuga Eden Hazard fyrir Mohamed Salah. (Ekrem Konur)

Umboðsmaður Salah hefur flogið til Liverpool til að ræða nýjan samning við Liverpool. (Sunday Mirror)

Newcastle United er á eftir norska landsliðsmanninum Erling Haaland. Real Madrid, Man City og PSG eru einnig á eftir leikmanninum. (AS, Sport Witness)

Nýju eigendur Newcastle hafa ákveðið að félagið hafi 50 milljónir punda til að eyða í leikmenn í fyrsta félagskiptaglugganum. (Sunday Telegraph)

Barcelona ætlar að fá hinn 26 ára gamla Raheem Sterling frá Manchester City í janúar. (Mundo Deportivo)

Barcelona hefur einnig áhuga á hinum 33 ára gamla Nemanja Matic leikmanni Manchester United. (Sun)

Ole Gunnar Solskjær mun hafa 70 milljónir punda til að eyða í janúar ef liðið verður í góðri stöðu til að berjast um titilinn. (Star Sunday)

Arsenal hefur valið Luka Jovic leikmann Real Madrid til að taka við af Alexandre Lacazette. (Fichajes)

Jules Kounde hefur beðið umboðsmanninn sinn að ræða við Man Utd en franski varnarmaðurinn er einnig orðaður við Chelsea og Real Madrid. (El Nacional)

Jack Wilshere fyrrum miðjumaður Arsenal hefur ráðlat Declan Rice að neita tilboðum frá Man Utd og Chelsea og vera um kyrrt hjá West Ham. (Sunday Mirror)

Martin Odegaard miðjumaður Arsenal og norska landsliðsins er opinn fyrir því að ganga aftur til liðs við Real Sociedad, þetta segir Mat Ryan markvörður Sociedad sem er á láni frá Arsenal. (Mundo Deportivo)

Antonio Rudiger varnarmaður Chelsea og þýska landsliðsins vill 400 þúsund pund á viku í nýjum samning á Stamford Bridge. (Mail on Sunday)

Umboðsmaður Robert Lewandowski segir að Man City sé mögulegur áfangastaður í framtíðinni. (Bild)

Dani Alves fyrrum varnarmaður Barcelona hefur boðist til að koma aftur til félagsins ódýrt. Hinn 38 ára gamli Brasilíumaður er án félags eftir að hafa rift samningi sínum við Sao Paolo í september. (AS)

Liverpool hefur blandað sér í baráttuna við Arsenal og Leeds um hinn 22 ára gamla Noa Lang leikmann Club Brugge. (Calciomercato)

Chelsea gæti þurft að kalla Billy Gilmour úr láni frá Norwich eftir að Daniel Farke þjálfari Norwich sagði „Við erum ekki hér til að þróa leikmenn fyrir önnur lið". (Sunday Express)
Athugasemdir
banner