Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. október 2021 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mane mjög stoltur að skora 100 mörk
Mynd: EPA
Liverpool vann öruggan sigur á Watford í gær 5-0.

Sadio Mane kom Liverpool yfir strax á 9. mínútu en þetta mark var hans hundraðasta í ensku úrvalsdeildinni.

Mane kom til Southampton frá Red Bull Salzburg árið 2014. Hann skoraði 21 mark fyrir félagið áður en hann gekk til liðs við Liverpool árið 2016 þar sem hann hefur nú skorað 79 mörk í ensku úrvalsdeildinni.

Mane sagði eftir leikinn að hann sé mjög ánægður og stoltur af því að hafa skorað 100 mörk en hann vilji einnig vinna fleiri titla.

„Í sannleika sagt, þegar ég kom í úrvalsdeildina var draumurinn að skora eins mikið og ég gæti og vinna titla, svo ég er mjög ánægður og mjög stoltur í dag að hafa skorað 100 mörk. Vonandi eru fleiri mörk og fleiri titlar á leiðinni."
Athugasemdir
banner
banner