Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 17. nóvember 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona í viðræðum við Messi
Spænska félagið Barcelona er í viðræðum við Lionel Messi, leikmann liðsins, um að framlengja samning hans.

Messi, sem er 32 ára gamall, á aðeins eitt og hálft ár eftir af samningi sínum hjá Börsungum en hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins og einn allra besti leikmaður frá upphafi.

Hann hóf ferilinn sinn hjá Barcelona þegar hann var aðeins 13 ára gamall en það hefur verið orðrómur um það að hann vilji yfirgefa félagið.

Eric Abidal, yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, hefur hins vegar staðfest það að félagið sé í viðræðum við Messi um að framlengja samninginn.

„Það eru viðræður í gangi. Ég veit ekki hvort við getum greint frá einhverju strax því ákvörðunin liggur hjá Messi en ég er jákvæður," sagði Abidal í viðtali við Mundo Deportivo.
Athugasemdir
banner