Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. nóvember 2019 19:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mikael fyrst og fremst búinn að standa sig mjög vel"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Neville Anderson, leikmaður Midtjylland í Danmörku, kemur inn í byrjunarlið Íslands fyrir lokaleikinn í undanriðli EM 2020 gegn Moldóvu.

Þetta er hans annar keppnislandsleikur og fyrsti byrjunarliðsleikurinn.

Alls eru þrjár breytingar á byrjunarliðinu, en byrjunarliðið má sjá hérna.

„Hann er klárlega mjög spennandi. Hann er bara fyrst og fremst búinn að standa sig mjög vel, bæði hjá okkur þessa daga sem hann hefur verið með okkur, og með Midtjylland í Danmörku," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari fyrir leikinn.

„Eins og staðan er á liðinu núna þá er þetta kjörið tækifæri til að gefa leikmönnum með mikið sjálfstraust á ungum aldri séns í svona leik."

Sverrir Ingi Ingason og Arnór Sigurðsson koma einnig inn í byrjunarliðið frá markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi.

„Við stokkum aðeins upp í liðinu en samt sem áður með sama markmið og vanalega að ná í þrjú stig," sagði Freyr.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner