Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 18. janúar 2019 20:46
Brynjar Ingi Erluson
Fótbolti.net mótið: Jafnt í Kópavogsslag
Birkir Valur Jónsson skoraði mark HK
Birkir Valur Jónsson skoraði mark HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 1 - 1 Breiðablik
0-1 Jonathan Hendrickx ('23 )
1-1 Birkir Valur Jónsson ('65 )

HK og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í A-deild Fótbolta.net mótsins í kvöld en leikið var í Kórnum.

Belgíski leikmaðurinn Jonathan Hendrickx kom Blikum yfir á 23. mínútu með góðu skoti fyrir utan teig áður en Kolbeinn Þórðarson átti gott skot í slá.

Aron Bjarnason átti stuttu síðar skalla í slá og þá átti Kolbeinn annað sláarskot áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Birkir Valur Jónsson jafnaði metin fyrir HK á 65. mínútu.

Blikar voru ekki með heppnina með sér í þessum leik því Óskar Jónsson átti skot í stöng í síðari hálfleik en lokatölur 1-1 .

Blikar eru í efsta sæti með 4 stig í riðli 2 en HK í öðru sæti með 2 stig en bæði lið eiga einn leik eftir í riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner