Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. janúar 2020 13:06
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolta.net mótið: ÍA hafði betur gegn Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 2 - 0 Grindavík
1-0 Brynjar Snær Pálsson ('49)
2-0 Viktor Jónsson ('58)

ÍA lagði Grindavík að velli í A-deild Fótbolta.net mótsins í hádeginu og er komið með fjögur stig eftir tvær umferðir.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik en Brynjar Snær Pálsson kom heimamönnum yfir í upphafi síðari hálfleiks í Akraneshöllinni.

Tíu mínútum síðar tvöfaldaði Viktor Jónsson forystuna með sturluðu marki að hætti Zlatan Ibrahimovic, samkvæmt lýsingu í Twitter færslu ÍA.

Meira var ekki skorað og lokatölur 2-0. ÍA er jafnt Stjörnunni á stigum og keppir við Gróttu í lokaumferðinni.

Grindavík er stigalaust á botninum eftir 4-0 tap gegn Gróttu í fyrstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner