lau 18. janúar 2020 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmótið: Valur með öruggan sigur á Víkingi
Patrick kom Val á bragðið.
Patrick kom Val á bragðið.
Mynd: Hulda Margrét
Valur 3 - 0 Víkingur R.
1-0 Patrick Pedersen ('21)
2-0 Einar Karl Ingvarsson ('34)
3-0 Haukur Páll Sigurðsson ('57)

Valur vann nokkuð þægilegan sigur er liðið mætti lærisveinum Arnars Gunnlaugssonar í Víkingi í Reykjavíkurmóti karla. Leikurinn fór fram í Egilshöllinni.

Danski markahrókurinn Patrick Pedersen skoraði fyrsta mark leiksins á 21. mínútu og bætti Einar Karl Ingvarsson við öðru marki á 34. mínútu.

Haukur Páll Sigurðsson, leiðtoginn á miðju Valsmanna, skoraði á 57. mínútu og gerði út um leikinn.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur 3-0. Valur er með sex stig eftir tvo leiki í Reykjavíkurmótinu, Víkingar með eitt stig.

Víkingar bættu tveimur leikmönnum við leikmannahóp sinn í dag, þeim Atla Barkarsyni og Ingvari Jónssyni, en þeir voru ekki með í þessum leik. Viðtal við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga, úr útvarpsþætti Fótbolta.net frá því í dag má hlusta á hér að neðan.

Markaskorarar af urslit.net
Íslenski boltinn - Stór yfirlýsing frá Víkingi
Athugasemdir
banner
banner
banner