Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 18. janúar 2023 14:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert Hafsteins um Mudryk: Ég horfði á símann og fraus
Mikhaylo Mudryk var allt í einu orðinn leikmaður Chelsea um síðustu helgi eftir að hafa verið sterklega orðaður við Arsenal.

Mudryk hafði verið að ýta undir sögusagnir um Arsenal með virkni sinni á samfélagsmiðlum allan mánuðinn, en svo endaði hann óvænt í Chelsea.

Chelsea lagði fram tilboðið sem Shakhtar Donetsk var að vonast eftir og í kjölfarið gengu hlutirnir hratt fyrir sig.

„Þegar handboltaleikurinn (á laugardag) var að klárast þá horfði ég á símann og mér leið eins og ég væri að missa móður mína," sagði Albert Hafsteinsson, leikmaður Fram og mikill stuðningsmaður Arsenal, í hlaðvarpinu Enski boltinn fyrr í þessari viku.

„Ég trúði þessu ekki. Ég horfði á símann og fraus. Ég er í skemmtilegu hópspjalli þar sem eru nokkrir fárveikir Arsenal-menn og við trúðum ekki okkar eigin augum. Hann er búinn að vera að gefa okkur svo mikið inn að maður hélt að þetta væri klárt."

„Ég bjóst engan veginn við þessu og þetta er rosalega sárt. Síðast þegar ég man einhverju svona var þegar við misstum Van Persie til Man Utd. Hann var einhvern veginn kominn í liðið. Þetta var ótrúlega sárt."

„Maður hélt að hann væri mættur því hann var alltaf að pósta á Instagram. Þetta er mjög skrítið," sagði Magnús Ingi Þórðarson, liðsfélagi Alberts í Fram, í þættinum.

„Þetta er greinilega einhver skítakarakter," sagði Albert síðan léttur en hann hefur trú á því að Mudryk muni gera góða hluti með Chelsea. „Arsenal hlýtur að vera með einhvern annan kláran. Maður treystir þessum gæjum."

Hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn - London er rauð og það er Manchester líka
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner