Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
banner
   sun 18. febrúar 2024 20:01
Ívan Guðjón Baldursson
Höjlund: Ég stýrði boltanum viljandi í fjær
Mynd: EPA
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Framherjinn ungi Rasmus Höjlund er í feykilega miklu stuði þessa dagana og skoraði tvennu á fyrstu sjö mínútum leiksins í 1-2 sigri Manchester United gegn Luton Town í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Í fyrra markinu nýtti hann sér slæm varnarmistök til að skora en í seinna markinu stýrði hann boltanum skemmtilega í netið með kassanum eftir misheppnaða skottilraun Alejandro Garnacho.

   18.02.2024 17:11
Sjáðu mörkin: Sjóðandi heitur Höjlund - Yngstur til að skora í sex leikjum í röð


Að leikslokum rökræddu fótboltaspekingar um hvort Höjlund hafi snúið boltanum viljandi í netið með kassanum eða hvort hann hafi ætlað að gefa boltann fyrir og verið heppinn að skora. Hojlund segist hafa verið að reyna að gera nákvæmlega það sem hann gerði.

„Ég ætlaði að gera þetta, 100%. Þið getið séð að ég sný líkamanum til að stýra boltanum í netið. Ég var hissa að það hafi gengið upp en ég er mjög ánægður. Ég er með sjálfstraustið í botni," sagði Höjlund að leikslokum.

„Þetta var erfiður og skemmtilegur leikur þar sem við fengum mikið af færum til að tryggja okkur sigurinn en nýttum þau ekki. Allir útileikir eru erfiðir í ensku úrvalsdeildinni og eins marks forysta getur verið mjög hættuleg, en sem betur fer þá sóttum við öll stigin í dag."

Þetta var fjórði sigur Man Utd í röð í deildinni og er liðið aðeins fimm stigum frá meistaradeildarsæti.

„Þetta var risastór sigur fyrir okkur í dag, við erum að nálgast Villa og Spurs og þurfum að halda áfram á þessari braut til að berjast um meistaradeildarsæti. Við erum ennþá í FA bikarnum og erum hungraðir í titla.

„Leikmannahópurinn er frábær, hérna er mikið af hágæða fótboltamönnum enda er þetta eitt af stærstu félögum heims."


Höjlund er byrjaður að skora eftir mikla markaþurrð á fyrstu mánuðunum sínum í Manchester.

„Ég efaðist aldrei um sjálfan mig og getuna mína til að skora mörk. Auðvitað var ég leiður útaf því að ég skoraði ekki en ég vissi allan tímann að þetta væri einungis tímaspursmál. Ég var að læra inn á liðsfélagana mína og núna erum við að smella saman. Ég mun alltaf berjast fyrir liðið af fullum mætti."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 30 12 8 10 55 52 +3 44
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 31 9 8 14 32 42 -10 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner