Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   þri 18. febrúar 2025 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Luke Williams rekinn frá Swansea (Staðfest)
Williams er 43 ára gamall og stýrði Swindon Town og Notts County áður en hann tók við Swansea.
Williams er 43 ára gamall og stýrði Swindon Town og Notts County áður en hann tók við Swansea.
Mynd: Swansea
Swansea City hefur ákveðið að reka Luke Williams úr þjálfarastarfi félagsins eftir 13 mánuði við stjórnvölinn.

Williams fær sparkið eftir 3-1 tap gegn Stoke City um helgina, en Swansea hefur tapað sjö af síðustu átta leikjum í öllum keppnum.

Þjálfararnir Ryan Harley og George Lawtey yfirgefa félagið með honum og því tekur Alan Sheehan við til bráðabirgða, þar til nýr aðalþjálfari verður ráðinn.

Svanirnir voru í níunda sæti Championship deildarinnar eftir sigur gegn Luton Town í lok desember, en hafa síðan þá aðeins náð í fjögur stig úr níu leikjum og eru komnir í fallbaráttuna. Þeir töpuðu meðal annars 3-0 gegn erkifjendunum í Cardiff og fann stjórn félagsins sig knúna til að gera stóra breytingu.

Swansea er í 17. sæti deildarinnar, átta stigum frá fallsæti, og tekur á móti Blackburn Rovers um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner