Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. mars 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Sænsk félög vilja ekki sjá VAR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
18 af 32 stærstu félögum Svíþjóðar eru á móti því að fá VAR í deildarkeppni þar í landi en það mun koma í ljós í nóvember hvort sænska fótboltasambandið mun innleiða kerfið eða ekki. Fotbollskanalen greinir frá.

VAR er komið í allar stærstu deildir Evrópu og er þá notað í Evrópukeppnum og á stórmótum landsliða, en gæðin eru þó misjöfn eftir deildum og dómurum.

Svíar ætluðu sér að koma með VAR inn í sænsku deildirnar en nú hefur fótboltasambandið þar í landi sent erindið fyrir nefnd og verður kosið um það hvort það eigi að innleiða VAR eða ekki.

45 meðlimir eru í stjórninni. Sjö koma frá sænska fótboltasambandinu, 24 frá héraðssamböndum, 8 frá sænskum toppfótbolta og sex frá toppfótbolta í kvennadeildinni.

Samkvæmt Fotbollskanalen eru 18 stærstu félögin í Svíþjóð alfarið gegn því að fá VAR í deildirnar. Það er meirihlutinn og hafa efasemdir um ágæti VAR aukist yfir veturinn.

„Þetta er ekki síðasti sigurinn í þessu máli þar sem þessi slagur mun koma aftur upp, en akkúrat núna sjáum við þetta sem stórsigur fyrir sænskan fótbolta. Við skerum okkur úr í Evrópuboltanum og ég trúi því að fleiri félög í Svíþjóð muni nú standa með okkur þegar það kemur að hafna VAR. Við finnum fyrir mikilli gleði í dag,“ sagði John Pettersson, talsmaður SFSU (Stuðningsmannafélag sænska fótboltans).
Athugasemdir
banner
banner
banner