Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. apríl 2021 19:40
Aksentije Milisic
Ajax hollenskur bikarmeistari - Sigurmark í uppbótartíma
Leikmenn Ajax fagna Neres.
Leikmenn Ajax fagna Neres.
Mynd: EPA
Ajax 2-1 Vitesse
1-0 Ryan Gravenberch ('23)
1-1 Lois Openda ('30)
2-1 David Neres ('90+1)
Rautt spjald: Jacob Rasmussen ('86)

Ajax er hollenskur bikarmeistari en þetta varð ljóst í dag eftir 2-1 sigur liðsins gegn Vitesse í fjörugum leik.

Ryan Gravenberch kom Ajax yfir á 23. mínútu en Los Openda jafnaði metin fyrir Vitesse einungis sjö mínútum síðar.

Jacob Rasmussen fékk rautt spjald hjá Vitesse þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Ajax tókst að klára leikinn gegn tíu leikmönnum Vitesse á þessum tíma.

Það var David Neres sem var hetja Ajax en hann skoraði á fyrstu mínútu uppbótartímans. Gleðifréttir fyrir Ajax en liðið var slegið úr leik gegn Roma í Evrópudeildinni fyrir þremur dögum.


Athugasemdir
banner
banner
banner