Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 18. apríl 2021 17:53
Aksentije Milisic
Cavani bað um að byrja á bekknum í dag
Mynd: EPA
Edinson Cavani, sóknarmaður Manchester United, skoraði þriðja mark liðsins í dag í 3-1 sigri gegn Burnley.

Cavani byrjaði á bekknum í dag en hann hefur verið að spila mjög vel upp á síðkastið. Hann skoraði gegn Tottenham fyrir viku síðan og einnig gegn Granada í miðri viku í Evrópudeildinni.

Hann kom inn á í hálfleik í dag og tókst að skora undir lok leiks eftir góða skyndisókn. Donny van de Beek fann þá Cavani sem skoraði af stuttu færi.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, sagði frá því eftir leik að Cavani hafði beðið um að byrja á bekknum í dag.

„Við þurfum að fara varlega með hann. Hann hefur ekki byrjað þrjá leiki á einni viku í langan tíma. Ég talaði við hann og honum fannst besta hugmyndin vera sú að byrja á bekknum í dag," sagði Ole.

Óljóst er hvort að Cavani verði áfram hjá félaginu eftir tímabilið en Solskjær hefur sagt frá því að það sé ekkert leyndarmál að United vilji halda leikmanninum. Hann þarf að taka ákvörðun sjálfur.
Athugasemdir
banner
banner
banner