Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   fim 18. apríl 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Hvetur Joao Neves til að hafna tilboðum frá stórliðum
Mynd: EPA
Serbneski miðjumaðurinn Nemanja Matic vonast til þess að portúgalska ungstirnið Joao Neves hafni stórliðum í sumar og taki frekar nokkur tímabil í viðbót með Benfica.

Öll stærstu félög Evrópu horfa til Neves í sumar en þessi 19 ára gamli miðjumaður hefur tekist að festa byrjunarliðssæti í liði Benfica á þessari leiktíð.

Neves er með 120 milljóna evra kaupákvæði í samningnum og má áætla að nokkur félög séu reiðubúin að virkja það ákvæði.

Matic, sem spilaði áður með Chelsea, Manchester United og auðvitað Benfica, hvetur Neves til að hafna stórliðunum og halda kyrru fyrir.

„Ég held að það sé of snemmt fyrir hann að taka næsta skref og fara. Ef ég væri hann þá myndi ég vera áfram hjá Benfica í nokkur ár, spila í Meistaradeildinni og þroskast. Ég er viss um að hans tími mun koma, þannig það er engin þörf á því að flýta sér. Joao er þegar hjá frábæru félagi í augnablikinu og ég er viss um að framtíð hans hjá Benfica verði góð. Ég held að það sé of snemmt að fara, en auðvitað er þetta hans ákvörðun,“ sagði Matic.
Athugasemdir
banner
banner
banner