Átta liða úrslitin í Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni fóru fram í kvöld.
Aðeins eitt enskt félag er eftir í Evrópukeppnunum í ár en Liverpool og West Ham féllu úr leik í Evrópudeildinni í kvöld. West Ham er ríkjandi meistari í Sambandsdeildinni.
Aston Villa er eina liðið sem er eftir en liðið lagði Hákon Arnar Haraldsson og félaga í Lille eftir vítaspyrnukeppni í Sambandsdeildinni. Aston Villa mætir Olympiakos sem vann Fenerbache einnig í vítaspyrnukeppni.
Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Fiorentina og Club Brugge.
Í Evrópudeildinni mætast Marseille og Atalanta sem sló Liverpool úr leik þrátt fyrir tap en liðið fór illa með Liverpool á Anfield í síðustu viku. Roma og Leverkusen mætast í hinum undanúrslitaleiknum.
Leverkusen á möguleika á að vinna annan stóra titilinn á þessari leiktíð eftir að hafa orðið þýskur meistari um síðustu helgi en liðið lagði West Ham í átta liða úrslitum á meðan Roma vann landa sína í AC Milan.
Undanúrslitin fara fram 2. og 9. maí.
Evrópudeildin
Marseille - Atalanta
Roma - Leverkusen
Sambandsdeildin
Aston Villa - Olympiakos
Fiorentina - Club Brugge