Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. maí 2021 10:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Undir Horsens komið hvort sá besti klári tímabilið með FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson er á láni hjá FH út júní frá danska félaginu Horsens. Ágúst hefur skorað fjögur mörk í fyrstu fjórum umferðunum og verið líflegur sem fremsti miðjumaður FH.

Hann skoraði í gær tvö mörk og lagði upp eitt í 1-3 sigri FH gegn HK. Hann var valinn leikmaður umferðarinnar hér á Fótbolti.net.

Sjá einnig:
Bestur í 4. umferð - Eins og hann hafi verið gotinn í Krikanum
Ágúst vildi fara til Íslands - „Ég pæli ekkert í fríi eða slíku"
„Fannst FH vera rétti staðurinn núna"

Ágúst Eðvald og Logi Ólafsson, þjálfari FH, voru til viðtals eftir leikinn í gær. Þeir voru báðir spurðir út í framtíð Ágústs.

„Það er svo sem ekkert mitt að stjórna því hvort ég verði áfram eða ekki, það er bara Horsens sem stjórnar því hvort ég verði áfram eða ekki þannig ég ræð ekki neitt," sagði Ágúst.

En ef það stæði til boða, myndi hann vilja klára tímabilið á Íslandi?

„Já ég held það, eins og staðan er núna er ég að njóta mín í botn hérna hjá FH og vonandi get ég klárað tímabilið með þeim," sagði Ágúst.

„Við viljum það auðvitað (halda Ágústi út tímabilið) en það er bara ekkert í okkar höndum, hann er í eigu Horsens og við verðum bara að bíða og sjá og njótum hans á meðan er," sagði Logi Ólafsson í gær.

Viðtölin má sjá hér að neðan.
Ágúst Eðvald: Er að njóta mín í botn hérna hjá FH
Logi: Vissum það að við þyrftum að leggja mjög mikið á okkur
Athugasemdir
banner
banner
banner