mið 18. maí 2022 10:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dísirnar með glæsimörk gegn Austurríki í gær
Icelandair
Sigdís, Sigurborg Katla og Bergdís spiluðu allar með U16 ára liðinu í liðnu verkefni. Þær skrifuðu undir samning við Víking í vetur.
Sigdís, Sigurborg Katla og Bergdís spiluðu allar með U16 ára liðinu í liðnu verkefni. Þær skrifuðu undir samning við Víking í vetur.
Mynd: Víkingur R.
Íslenska U16 landslið kvenna mætti Austurríki í lokaleik sínun í UEFA Development keppninni í gær. 2-3 sigur Austurríkis varð niðurstaðan en mörk íslenska liðsins voru einkar glæsileg.

Sigdís Eva Bárðardóttir, leikmaður Víkings, skoraði fyrra mark liðsins í fyrri hálfleik eftir glæsilegt spil. Sigdís fékk góða sendingu frá Lilju Björk Unnarsdóttur inn fyrir vörn Austurríkis, tók frábærlega á móti boltanum og kláraði með skoti framhjá markverði Austurríkis.

Í seinni hálfleik jafnaði svo Bergdís Sveinsdóttir, einnig leikmaður Víkings, metin með frábæru langskoti. Bergdís lét vaða vel fyrir utan teig og fór boltinn yfir markvörð Austurríkis, af þverslánni og í jörðina fyrir innan marklínuna.

Mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan. Leikurinn í gær var lokaleikur Íslands á mótinu en í liðinu voru stelpur sem fæddar eru á árunum 2006 og 2007.


Athugasemdir
banner
banner
banner