Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. maí 2022 15:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þá erum við að treysta Aroni fullkomlega fyrir þessu"
Aron Kristófer
Aron Kristófer
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Kristófer Lárusson gekk í raðir KR síðasta haust og kom hann frá ÍA. Aron er 23 ára gamall og getur leyst nokkrar stöður á vellinum. Oftast spilar hann sem vinstri bakvörður.

Sjá einnig:
Aron Kristófer: Geggjað að vera kominn í stærsta klúbb á Íslandi

Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Keflavík

Eftir leik KR og Keflavíkur á mánudag var Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, spurður út í Aron í viðtali hér á Fótbolti.net. Aron hafði komið inná í hálfleik fyrir Kristin Jónsson.

„Aron var fenginn í KR til þess að leysa Kristin Jónsson af hólmi ef eitthvað kemur upp á hjá honum. Við viljum hafa samkeppni og ef Kristinn er meiddur eins og núna þá er Aron að veita honum harða samkeppni. Hann er líka búinn að leysa miðvarðarstöðuna fyrir okkur mjög vel í nokkrum leikjum þannig við erum virkilega ánægðir með hann."

„Hann leysir bæði miðvörð og vinstri bakvörð. Ef Kiddi er ekki í sínu besta standi, meiðist í fyrri hálfleik í dag og við gátum ekki tekið séns á að halda honum áfram inná, þá erum við að treysta Aroni fullkomlega fyrir þessu því hann er búinn að leika frábærlega fyrir okkur."



Rúnar Kristins: Þorsteinn bjargaði þessum 3 stigum
Athugasemdir
banner
banner
banner