Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 18. maí 2024 18:06
Ívan Guðjón Baldursson
Emilía og stöllur skoruðu 17 mörk í undanúrslitum
Mynd: Nordsjælland
Mynd: Getty Images
Kvennalið Nordsjælland er besta fótboltalið Danmerkur um þessar mundir þar sem liðið virðist vera óstöðvandi með Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur í broddi fylkingar.

Nordsjælland er með tveggja stiga forystu á toppi dönsku deildarinnar þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu en í dag var liðið að tryggja sér sæti í úrslitaleik danska bikarsins með stórsigri í dag.

Nordsjælland heimsótti Næstved í undanúrslitunum og tók forystuna snemma leiks, en heimakonur skoruðu tvö mörk til að snúa stöðunni við og leiddu 2-1 í leikhlé.

Emilía skoraði jöfnunarmark Nordsjælland á 50. mínútu og þá galopnuðust flóðgáttirnar. Nordsjælland gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk til viðbótar og urðu lokatölur því 2-10.

Nordsjælland vann fyrri leikinn 7-0 á heimavelli og niðurstaðan því 17-2 sigur í undanúrslitum.

Emilía og stöllur munu mæta Bröndby í úrslitaleiknum, en Bröndby eru helstu keppinautar Nordsjælland í ár og verma einnig annað sæti deildarinnar.

Í ítalska boltanum sat Sara Björk Gunnarsdóttir á varamannabekk Juventus í sigri á útivelli gegn Sassuolo. Juve endar tímabilið í öðru sæti deildarinnar, nokkuð langt á eftir toppliði Roma.

Næstved 2 - 10 Nordsjælland

Sassuolo 2 - 3 Juventus

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner