Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. júní 2019 15:54
Elvar Geir Magnússon
Forseti Lyon: Nabil Fekir vill fara
Nabil Fekir.
Nabil Fekir.
Mynd: Getty Images
Forseti Lyon segir að Nabil Fekir vilji yfirgefa franska félaagið. Þessi 25 ára leikmaður var nálægt því að ganga í raðir Liverpool í fyrra.

Vangaveltur hafa verið í Frakklandi um að Liverpool gæti endurvakið áhuga sinn á Fekir í sumar.

„Hans vilji er að fara. Við erum tilbúnir að ræða við félög. Annars er ekkert meira að frétta. Við skoðum áhugann á næstu dögum," segir Jean-Michel Aulas, forseti Lyon.

Fekir á eitt ár eftir af samningi sínum en talið er að Lyon vilji fá um 45 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Fekir hefur einnig verið orðaður við Juventus en þessi sköpunarglaði miðjumaður skoraði níu mörk og lagðu upp sjö þegar Lyon hafnaði í þriðja sæti frönsku deildarinnar. Þá skoraði hann þrjú mörk og lagði upp þrjú í Meistaradeildinni en Lyon komst ekki upp úr riðlakeppninni.
Athugasemdir
banner