Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 18. júní 2024 22:12
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Stjarnan tóku á móti FH á Samsungvellium í Garðabæ þegar 10.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína í kvöld.

Bæði Þessi lið vonuðust til þess að komast aftur á sigurbraut eftir misgott gengi síðustu umferðir og voru það Stjörnumenn sem höfðu betur í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 FH

„Þetta var frammistaða sem var bara bökk. Grjóthörð og við vorum aggesívir og við vissum að þeir yrðu aggressívir og þetta var svolítið fastur leikur hjá báðum liðum."  Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn í kvöld.

„Mér fannst við gera bara mjög vel og mér fannst við mjög öflugir og ég var mjög ánægður með liðið að öllu leyti nema þessum tveimur mörkum sem að við fengum á okkur sem við vorum mjög ósáttir við en við lögum það fyrir næsta leik." 

Jökull hrósaði dómara leiksins fyrir virkilega vel dæmdan leik.

„Ég hafði svolítið gaman af dómgæslunni. Mér fannst hún góð. Það er ekki oft sem að dómari nær að halda línu alveg í gegnum leikinn þegar hann leyfir mikið. Yfirleitt stoppar hann á einhverjum tímapunkti og breytir línunni, mikið hrós til þeirra." 

Óli Valur skoraði frábært mark í leiknum til þess að koma Stjörnunni yfir og var Jökull ánægður með sinn mann. 

„Hann var búin að vera góður í þessum leik og búin að hóta þessu í einhver skipti áður, tvö, þrjú skipti í seinni hálfleik og það var búið að vanta aðeins að nýta stöðuna betur hérna hægra meginn og hreyfa boltann aðeins hraðar. Það var aðeins búið að vanta hlaup í kringum hann en þá tók hann þetta aðeins í sínar hendur í þetta skipti og gerði það bara vel." 

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner