Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 18. júní 2024 16:42
Elvar Geir Magnússon
Kostic meiddur og á heimleið frá EM
Mynd: Getty Images
Filip Kostic landsliðsmaður Serbíu er á heimleið frá EM en vængbakvörðurinn meiddist á hné í 1-0 tapinu gegn Englandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

Kostic þurfti að fara meiddur af velli á 43. mínútu eftir að hafa verið að berjast við Jude Bellingham.

Kostic er 31 árs leikmaður Juventus og er einn reyndasti leikmaðurinn í serbneska hópnum. Hann hefur spilað 64 landsleiki.

Eftir að hann fór í myndatöku á hné kom í ljós að hann getur ekki tekið frekari þátt á EM.

Serbar eru á botni riðilsins en þeir eru að fara að mæta Slóvenum á fimmtudaginn á Allianz Arena í München.
Athugasemdir
banner