Fram og Valur áttu að mætast í Bestu deildinni á sunnudag en sá leikur hefur verið færður yfir á mánudag.
Það má ætla að það sé vegna Evr?puverkefnis Vals en liðið er akkúrat núna að undirbúa sig fyrir seinni leikinn gegn Vllaznia í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Sá leikur fer fram í Shköder í Albaníu.
Ef Valur vinnur í kvöld þá fer liðið áfram í næstu umferð forkeppninnar og mætir þar skoska liðinu St. Mirren. Fyrri leikurinn í þeirri umferð fer fram á heimavelli þess liðs sem fer áfram í kvöld og fer fram næsta fimmtudag. Seinni leikurinn verður svo úti í Skotlandi
Það má ætla að það sé vegna Evr?puverkefnis Vals en liðið er akkúrat núna að undirbúa sig fyrir seinni leikinn gegn Vllaznia í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Sá leikur fer fram í Shköder í Albaníu.
Ef Valur vinnur í kvöld þá fer liðið áfram í næstu umferð forkeppninnar og mætir þar skoska liðinu St. Mirren. Fyrri leikurinn í þeirri umferð fer fram á heimavelli þess liðs sem fer áfram í kvöld og fer fram næsta fimmtudag. Seinni leikurinn verður svo úti í Skotlandi
Valur er í 2. sæti Bestu deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Víkings og níu stigum á undan Fram sem er í 6. sætinu. Fyrri leikur Vals og Fram í sumar endaði með jafntefli á N1 vellinum.
Leikur liðanna hefst klukkan 19:15 mánudaginn 22. júlí og leikurinn fer fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir