Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 18. júlí 2025 09:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birnir Snær í KA (Staðfest)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Átti frábært tímabil 2023.
Átti frábært tímabil 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birnir Snær Ingason er genginn í raðir KA. Hann kemur á samningi út þetta tímabil, kemur frá sænska félaginu Halmstad.

KA birti myndband á X reikningi sínum klukkan 09:00 í dag, en þeirri færslu var svo eytt. Ný færsla birtist 09:16.

Birnir hefur einungis komið við sögu í fimm leikjum á þessu tímabili og spilaði síðast 10. maí með Halmstad.

Hann er 28 ára skapandi sóknarmaður sem var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins tímabilið 2023 þegar hann lék með Víkingi.

Á Íslandi hefur Birnir leikið með uppeldisfélaginu Fjölni, Val, HK og Víkingi. Hjá KA hittir hann fyrir Hans Viktor Guðmundsson en þeir léku saman hjá Fjölni.

Næsti leikur KA, sem er í harðrir fallbaráttu, er gegn ÍA á Greifavellinum á morgun. Í kjölfarið spila svo bikarmeistararnir í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni, mætir þar danska liðinu Silkeborg.

„Birnir sem mætir norður frá sænska liðinu Halmstad er 28 ára gamall vængmaður sem við bindum miklar vonir við að muni lyfta sóknarleik okkar upp á hærra plan," segir í tilkynningu KA.

Athugasemdir
banner