Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 18. júlí 2025 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjö spor saumuð í Vuk - „Einn versti sársauki sem ég hef fundið"
Kom frá FH í vetur og hefur verið iðinn við kolann það sem af er sumri.
Kom frá FH í vetur og hefur verið iðinn við kolann það sem af er sumri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
24 ára og er kominn með átta mörk í 15 deildarleikjum.
24 ára og er kominn með átta mörk í 15 deildarleikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vuk Oskar Dimitrijevic þurfti að yfirgefa Malbikstöðina á Varmá í gærkvöldi á sjúkrabíl eftir að hafa fengið stóran skurð á hælinn í leik Fram og Aftureldingar í gær.

Vuk, sem er markahæsti leikmaður Fram á tímabilinu, fékk skurðinn snemma leiks, vissi ekki af honum og hélt áfram að spila út fyrri hálfleikinn, þrátt fyrir mikinn sársauka.

Í hálfleik fór hann úr skónum og ástandið var metið þannig að hann þyrfti að fara strax á sjúkrahús. Saumuð voru sjö spor til að loka skurðinum. Vuk ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Þetta gerðist bara á fyrstu mínútum leiksins, það var eitthvað klafs í teignum, stigið á hælinn á mér og ég finn rosalegan verk. Ég held áfram og hélt að þetta væri bara eitthvað högg sem ég myndi hætt að finna fyrir þegar liði á leikinn. Ég finn fyrir þessu allan tímann og get eiginlega lítið hreyft mig. Svo labba ég inn í klefa, sé að takkaskórinn er allur út í blóði, fer svo úr sokkunum og þá er þetta svona 5-6 sm skurður, og það nokkur djúpur. Það var strax hringt á sjúkrabíl, ég fluttur á sjúkrahús og þar saumuðu sjö spor," segir Vuk.

Hvaða skilaboð færðu í kjölfarið, máttu fara í skó og svoleiðis?

„Ég verð á hækjum fyrstu dagana þar sem ég má ekki hreyfa ökklann upp og niður. Svo verður þetta metið eftir helgi hvernig ökklinn er og hvort ég get stigið á hann. Ég er bara vafinn og má fara í skó."

Hversu vont var þetta í leiknum, datt sársaukinn inn og út?

„Þetta var einn versti sársauki sem ég hef fundið. Þetta fer í sinina í hælnum og ég finn vel til í hverri hreyfingu. Þetta var eiginlega stöðugur sársauki allan hálfleikinn, ég var allan tímann að vonast til að þetta myndi fara en þetta var alltaf mjög sársaukafullt. Ég átta mig svo á því hvað þetta er þegar ég labba inn í hálfleik og sé skurðinn."

„Það voru allir í klefanum í hálfgerðu sjokki yfir hversu stórt og djúpt sár þetta var og Einar sjúkraþjálfari hringdi strax á sjúkrabíl,"
segir Vuk.

Leikurinn í gær endaði með 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleiknum. Fram situr í 4. sæti deildarinnar sem stendur og á næst leik gegn Víkingi eftir níu daga. Það er óvíst hversu lengi Vuk verður frá og fer það eftir því hversu vel sárið grær.
Athugasemdir
banner