Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
Guðni Eiríksson: Við hefðum svo hæglega getað unnið þennan leik stærra
Óli Kristjáns: Skilgreinum ekki Þróttaraliðið og þetta tímabil á þessum eina leik
Jökull: Mjög erfitt að rökstyðja af hverju hann er ekki í U21
Túfa: Frekar lítill maður en það er risa hjarta í þessum dreng
Óskar Smári: Hvet Breiðablik og Þrótt frekar til að hringja í Donna
Donni: Hefur fengið þónokkur símtöl
Maggi fékk rautt spjald: Beittir óréttlæti
„Ótrúlegasti leikur sem ég hef spilað, alveg galinn“
   fim 17. júlí 2025 23:16
Sölvi Haraldsson
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Rúnar Kristins.
Rúnar Kristins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög gott stig. Þetta var erfiður leikur og eins og ég sagði við fjölmiðlana fyrir leik að þá er Afturelding með mjög gott lið. Ég er sáttur með stigið. Mér fannst við hafa mikla orku í restina til að troða inn sigurmarkinu, við áttum hörku upphlaup eins og þeir líka. Sanngjarnt stig kannski.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir leik hans manna gegn Aftureldingu í kvöld sem fór 1-1.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Fram

Freyr Sigurðsson fékk dauðafæri undir restina til þess að koma Fram yfir en setti boltann hátt yfir.

„Boltinn kemur hratt til hans og hann heldur að það sé einhver að fara að tækla sig og hann er kannski full fljótur að skjóta. Þess vegna fer boltinn svona hátt yfir. Dauðafæri en við fáum aðra hörku sénsa líka. En eins og ég segi þeir áttu sína hættulega kafla. Eftir að hafa lent undir er ég sáttur að hafa komið til baka og ná að jafna. Fá mark frá Róberti er líka mjög mikilvægt fyrir okkur.“

Vuk Oskar Dimitrijevic og Kyle McLagan fóru báðir meiddir útaf í hálfleik en Vuk fór í hálfleik með sjúkrabíl að sögn Rúnars.

„Vuk fékk stóran skurð á hásinina eftir fyrstu aukaspyrnuna okkar við upphafi leik, Kyle var orðinn stífur aftan í læri og við tókum enga sénsa með hann. Þessi skurð kom okkur á óvart og það kom bara í ljós í hálfleik hversu stór hann var. Hann fór með sjúkrabíl til þess að láta sauma þetta saman. Vonandi að hann verði klár sem fyrst og það sama með Kyle.“

Rúnari fannst heildarframmistaða síns liðs ekki vera góð í dag þegar hann var spurður út í hana.

„Nei mér fannst það ekki, mér fannst við eiga pínu off dag í dag sem er bara sterkt. Sýnir hversu langt við erum komnir að ná í stig hér í dag þrátt fyrir að eiga ekkert sérstaklega góðan leik. En engu að síður fannst mér við gera nóg til þess að stela sigrinum en ég held að Maggi, þjálfari Aftureldingar, getur örugglega sagt það sama.“

Er stefnan sett á Evrópusæti í Úlfarsárdalnum?

„Við erum eins og við sögðum fyrir tímabilið að reyna að tryggja okkur topp 6 eins fljótt og við getum og koma okkur inn í þann pakka. En nú getum við farið og horft eitthvað lengra. En engu að síður er svakalega stutt niður. Ég held að við höldum okkur bara við þessa markmiðasetningu, sjáum hvaða möguleika við höfum í stöðunni. Við eigum erfiða leiki eftir svo við verðum bara að halda áfram og halda áfram að safna stigum.“

Viðtalið við Rúnar má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner