Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 18. ágúst 2019 18:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Stefan Alexander bjargaði stigi gegn HK
Stefan Alexander Ljubicic.
Stefan Alexander Ljubicic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK er í Evrópubaráttu.
HK er í Evrópubaráttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík 1 - 1 HK
0-1 Atli Arnarson ('28 , víti)
1-1 Stefan Alexander Ljubicic ('79 )
Lestu nánar um leikinn

Grindvíkingar tóku á móti sjóðheitum HK-ingum suður með sjó í Pepsi Max-deildinni í dag.

Fyrir leikinn í dag hafði HK ekki tapað í sex leikjum í röð og liðið komið í Evrópubaráttu. Grindvíkingar höfðu aðeins unnið einn af síðustu 11 og liðið í harðri fallbaráttu.

Á 27. mínútu leiksins dró til tíðinda þegar HK fékk vítaspyrnu. Josip Zeba, sem hefur átt fínasta tímabil, var talinn brotlegur og Þorvaldur Árnason benti á punktinn. Atli Arnarson tók á sig ábyrgðina og hann skoraði, 1-0 fyrir HK.

Einhverjir voru ósáttir við vítaspyrnudóminn.

Í seinni hálfleiknum reyndu Grindvíkingar mikið að sækja, en það stoppaði oftar en ekki hjá Ásgeiri Berki Ásgeirssyni. Sá hefur reynst HK vel í sumar.

Á 79. mínútu dró þó til tíðinda þegar Stefan Alexander Ljubicic skoraði sitt fyrsta mark í Pepsi Max-deildinni. Þessi efnilegi leikmaður kom nýlega heim eftir dvöl hjá Brighton í Englandi. „Hornspyrna frá Diego ratar á kollinn á Sigurði sem skallar inn á markteig þar sem Stefan setur boltann í netið af stuttu færi. Verða rosalegar lokamínútur vonandi," sagði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, en þetta stig gæti reynst HK mikilvægt í fallbaráttunni. Grindavík er í 11. sæti, fallsæti, með 17 stig, einu stigi frá öruggu sæti. HK er í þriðja sæti með 25 stig.

Sjá einnig:
Fyrsta stig ÍBV síðan 2. júní

Textalýsingar:
18:00 FH - Fylkir
19:15 Stjarnan - ÍA
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner