Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 18. ágúst 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Er Man City með nógu sterkan hóp til að berjast um alla titla?
Mynd: EPA

Manchester City hefur byrjað tímabilið í ensku úrvalsdeildinni af krafti, með tvo sigra í fyrstu tveimur leikjunum, sex mörk skoruð og ekkert fengið á sig.


Liðið hefur misst sterka leikmenn en fengið sterka leikmenn til sín á móti, m.a. Erling Haalnd. Þá er Bernardo Silva mögulega á förum.

Guðmundur Aðalsteinn og Sæbjörn Steinke fengu Stefán Martein Ólafsson stuðningsmann Chelsea í hlaðvarpsþáttinn Enski Boltinn og veltu möguleikum City fyrir sér.

Gummi velti fyrir sér hvort City væri með nógu sterkt lið til að keppast um alla titla á þessu tímabili.

„Byrjunarliðið er nógu sterkt allavega. Svo er spurning ef að Haaland dettur út, ef Kevin de Bruyne dettur út, þetta eru gæjar sem hafa verið að missa úr leiki. Það vantaði Laporte í síðasta leik og ef Ruben Diaz dettur út líka þá er þetta orðið vesen," sagði Stefán.

„Cancelo eða Walker, hann er ekki með neina breidd í bakvörðunum, Gomez jú en hann er ekki búinn að sýna neitt hingað til allavega," sagði Sæbjörn.

Manchester City heimsækir Newcastle um helgina í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.


Enski boltinn - Sumir gengu of langt
Athugasemdir
banner
banner
banner