Þáttaröðin All or Nothing: Arsenal er núna í sýningu á streymisveitunni Amazon Prime.
Í þáttunum er skyggnst á bak við tjöldin hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal á síðustu leiktíð. Er það svo sannarlega áhugavert að sjá hvað gekk þar á.
Þættirnir hafa verið auglýstir nokkuð að undanförnu og er einn liður í því klippur sem hafa verið birtar úr þáttunum.
Ein slík klippa var birt í dag og er hún virkilega áhugaverð. Í klippunni má sjá þegar franski sóknarmaðurinn Alexandre Lacazette, sem var fyrirliði Arsenal seinni hluta síðustu leiktíðar, tekur hægri bakvörðinn Cedric hálstaki á æfingasvæðinu.
Lacazette virðist hafa farið öfugu megin fram úr rúminu þennan dag, hann var eitthvað pirraður.
Franski sóknarmaðurinn yfirgaf herbúðir Arsenal eftir síðustu leiktíð og fór aftur heim til Lyon.
Hér fyrir neðan má sjá þetta myndbrot.
Athugasemdir