Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. ágúst 2022 08:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Risatilboði Man Utd í Felix neitað - Casemiro og Begovic á Old Trafford?
Powerade
United sagt hafa boðið 110 milljónir punda í Felix
United sagt hafa boðið 110 milljónir punda í Felix
Mynd: EPA
Casemiro á Old Trafford?
Casemiro á Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Margt bendir til þess að Ben Brereton Diaz sé á förum frá Blackburn
Margt bendir til þess að Ben Brereton Diaz sé á förum frá Blackburn
Mynd: EPA
Willian orðaður við Fulham
Willian orðaður við Fulham
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er í boði Powerade og er það BBC sem tekur saman helsta fótboltaslúðrið. Manchester United kemur mikið fyrir í pakka dagsins.



Manchester United hefur áhuga á því að fá Christian Pulisic (28) á láni frá Chelsea út tímabilið. (Times)

Manchester United hefur boðið 110 milljónir punda í Joao Felix (22) sóknarmann Atletico Madrid en spænska félagið neitaði tilboðinu. (AS)

Antony (22) hjá Ajax er ekki lengur fáanlegur fyrir United þar sem hann er ánægður hjá Ajax. Hann hefur reglulega verið orðaður við enska félagið í sumar. (De Telegraaf)

United er með Asmir Begovic (35) hjá Everton á lista hjá sér sem mögulega varaskeifu fyrir David de Gea eftir að Dean Henderson fór til Nottingham Forest. Núna er Tom Heaton markvörður númer tvö hjá United. (Telegraph)

Everton íhugar að kaupa Ben Brereton Diaz (23) frá Blackburn. Þessi framherji frá Síle myndi þá leysa Dominic Calvert-Lewin (25) af í hans meiðslum. (Sky Sports)

Franska félagið Nice hefur boðið 8,5 milljónir punda í Diaz í þessari viku og hefur Blackburn ekki enn ákveðið hvort að félagið muni taka því tilboði. West Ham hefur einnig áhuga á leikmanninum. (Sun)

Nottingham Forest hefur náð samkomulagi við Houssem Aouar (24) hjá Lyon en félögin eiga enn eftir að ná saman um kaupverð. (L'Equipe)

Manchester United er tilbúið að borga 67 milljónir punda fyrir Casemiro (30) sem er miðjumaður Real Madrid. United er einnig tilbúið að tvöfalda laun hans og hann fengi því um 360 þúsund pund á vikulaun ef hann kæmi. United reyndi að fá Adrien Rabiot (27) frá Juventus en þær viðræður runnu út í sandinn. (Relevo)

Casemiro er ekki sagður spenntur fyrir því að fara á Old Trafford. Chelsea hefur einnig áhuga. (Talksport)

United er einnig að íhuga að fá Thomas Meunier (30) hægri bakvörð Dortmund. United íhugar að selja Aaron Wan-Bissaka til Crystal Palace og kæmi Meunier inn í hans stað. (Telegraph)

Rauðu Djöflarnir ætla að bjóða í Yann Sommer (33) markvörðu Borussia Mönchengladbach. Hann á að veita David de Gea samkeppni um markvarðarstöðuna. (Blick)

Willian (34) gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina. Hann er sagður vera í viðræðum við Fulham. (Mail)

Sporting Lisbon hefur áhuga á því að fá Cristiano Ronaldo (37) í sínar raðir frá Manchester United. Ronaldo hefur margoft sagt við United að hann vilji fara. (90min)

Pierrre-Emerick Aubameyang (33) fyrrum framherji Arsenal vill frekar fara til Chelsea heldur en Manchester United ef hann fer frá Barcelona. Barca vill fá 25 milljónir punda fyrir Aubameyang sem Chelsea er ekki tilbúið að borga. (Telegraph)

Tottenham vill fá Ruslan Malinovskyi (29) miðjumann Atalanta. Ef hann kæmi þá yrði hann áttundi leikmaðurinn sem Tottenham fær í sumar. (TuttoAtalanta)

Southampton og Newcastle vilja bæði frá Goncalo Ramos (21) framherja Benfica. (Telegraph)

Naby Keita (27) gæti verið á förum frá Liverpool. RB Leipzig hefur sýnt honum áhuga. (Sky Sports í Þýskalandi)

Liverpool vill ekki missa Keita og vonast til að hann skrifi undir nýjan samning við félagið. Samningur hans rennur út næsta sumar. (Goal)

West Ham hefur hætt við að fá Emerson (28) vinstri bakvörð Chelsea þar sem hann er með of háar launakröfur. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner