Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
   sun 18. ágúst 2024 19:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds: Dómarinn hefði getað komist hjá því að láta þetta enda svona
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór gerði jafntefli gegn Fjölni í Lengjudeildinni í dag. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Fjölnir

„Ég er ánægður með liðið. Þetta var sterkt en vorum óheppnir að fá á okkur þetta mark í byrjun seinni hálfleiks, við náðum ekki að byrja leikinn alveg á tánum. Eftir það vorum við ógeðslega flottir. Við fáum sénsana og skorum líklega löglegt mark þannig það var pínu svekkjandi að fá ekki þrjú stig," sagði Siggi.

Birkir Heimsson fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks.

„Ég held að það sé örugglega rétt hjá dómaranum, hann hefði getað komist hjá því að láta þetta enda svona með því að dæma aukaspyrnu tvisvar í aðdragandanum. Ég held að Birkir viti það líka sjálfur að þetta sé líklega bara rautt spjald," sagði Siggi.

Þór skoraði mark eftir rúmlega klukkutíma leik en var dæmt af vegna rangstöðu. Siggi var svekktur með dóminn.

„Það er 50/50. Það er skrítið hversu mörg mörk eru dæmd af sem eru ekki rangstaða á móti því hversu mörg mörk standa sem eru rangstaða. Ég myndi halda að það væri svona 90 á móti 10 í prósentum. Mér finnst það skrítið svona miðað við að við viljum að sóknarmaðurinn fái að njóta vafans," sagði Siggi.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Þórs í fyrsta sinn og bar fyrirliðabandið.

„Frábært fyrir okkur og frábært fyrir leikmennina að fá hann inn í þetta með okkur. Hann sýnir leiðtogahæfileika og það var ekkert annað í stöðunni en að láta hann vera með bandið í dag," sagði Siggi.


Athugasemdir
banner
banner
banner