Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   sun 18. ágúst 2024 19:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds: Dómarinn hefði getað komist hjá því að láta þetta enda svona
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór gerði jafntefli gegn Fjölni í Lengjudeildinni í dag. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Fjölnir

„Ég er ánægður með liðið. Þetta var sterkt en vorum óheppnir að fá á okkur þetta mark í byrjun seinni hálfleiks, við náðum ekki að byrja leikinn alveg á tánum. Eftir það vorum við ógeðslega flottir. Við fáum sénsana og skorum líklega löglegt mark þannig það var pínu svekkjandi að fá ekki þrjú stig," sagði Siggi.

Birkir Heimsson fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks.

„Ég held að það sé örugglega rétt hjá dómaranum, hann hefði getað komist hjá því að láta þetta enda svona með því að dæma aukaspyrnu tvisvar í aðdragandanum. Ég held að Birkir viti það líka sjálfur að þetta sé líklega bara rautt spjald," sagði Siggi.

Þór skoraði mark eftir rúmlega klukkutíma leik en var dæmt af vegna rangstöðu. Siggi var svekktur með dóminn.

„Það er 50/50. Það er skrítið hversu mörg mörk eru dæmd af sem eru ekki rangstaða á móti því hversu mörg mörk standa sem eru rangstaða. Ég myndi halda að það væri svona 90 á móti 10 í prósentum. Mér finnst það skrítið svona miðað við að við viljum að sóknarmaðurinn fái að njóta vafans," sagði Siggi.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Þórs í fyrsta sinn og bar fyrirliðabandið.

„Frábært fyrir okkur og frábært fyrir leikmennina að fá hann inn í þetta með okkur. Hann sýnir leiðtogahæfileika og það var ekkert annað í stöðunni en að láta hann vera með bandið í dag," sagði Siggi.


Athugasemdir