Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 18. ágúst 2024 19:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Siggi Höskulds: Dómarinn hefði getað komist hjá því að láta þetta enda svona
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór gerði jafntefli gegn Fjölni í Lengjudeildinni í dag. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Fjölnir

„Ég er ánægður með liðið. Þetta var sterkt en vorum óheppnir að fá á okkur þetta mark í byrjun seinni hálfleiks, við náðum ekki að byrja leikinn alveg á tánum. Eftir það vorum við ógeðslega flottir. Við fáum sénsana og skorum líklega löglegt mark þannig það var pínu svekkjandi að fá ekki þrjú stig," sagði Siggi.

Birkir Heimsson fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks.

„Ég held að það sé örugglega rétt hjá dómaranum, hann hefði getað komist hjá því að láta þetta enda svona með því að dæma aukaspyrnu tvisvar í aðdragandanum. Ég held að Birkir viti það líka sjálfur að þetta sé líklega bara rautt spjald," sagði Siggi.

Þór skoraði mark eftir rúmlega klukkutíma leik en var dæmt af vegna rangstöðu. Siggi var svekktur með dóminn.

„Það er 50/50. Það er skrítið hversu mörg mörk eru dæmd af sem eru ekki rangstaða á móti því hversu mörg mörk standa sem eru rangstaða. Ég myndi halda að það væri svona 90 á móti 10 í prósentum. Mér finnst það skrítið svona miðað við að við viljum að sóknarmaðurinn fái að njóta vafans," sagði Siggi.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Þórs í fyrsta sinn og bar fyrirliðabandið.

„Frábært fyrir okkur og frábært fyrir leikmennina að fá hann inn í þetta með okkur. Hann sýnir leiðtogahæfileika og það var ekkert annað í stöðunni en að láta hann vera með bandið í dag," sagði Siggi.


Athugasemdir