Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 18. september 2019 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Ingibjörg skoraði sigurmark Djurgården í bikarleik
Ingibjörg í landsleik.
Ingibjörg í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif spilaði er Kristianstad fór áfram.
Sif spilaði er Kristianstad fór áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði sigurmark Djurgården þegar liðið komst áfram í sænska bikarnum í kvöld. Djurgården vann 1-0 sigur gegn IF Brommapojkarna á útivelli.

Ingibjörg skoraði eina mark leiksins eftir hornspyrnu í fyrri hálfleiknum.

Ingibjörg og Guðrún Arnardóttir voru í byrjunarliði Djurgården í kvöld. Guðbjörg Gunnarsdóttir var ekki með þar sem hún er ólétt.

Það hefur ekki gengið vel hjá Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og liðið er í fallsæti þar. Liðið er þó komið áfram í sænsku bikarkeppninni.

Hin Íslendingaliðin sem voru að spila í kvöld komust einnig áfram.

Rosengård, topplið sænsku úrvalsdeildarinnar, vann 5-0 sigur gegn Dosjobro á útivelli. Glódís Perla Viggósdóttir var hvíld.

Kristianstad vann 5-1 sigur gegn Göteborgs DFF á útivelli. Sif Atladóttir spilaði allan leikinn fyrir Kristianstad, en Svava Rós Guðmundsdóttir var ekki með í dag. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad.

Anna Rakel Pétursdóttir spilaði allan leikinn fyrir Linköping í 1-0 útisigri á Kalmar.

LB07, sem er eins og Djurgården í fallbaráttu í sænsku úrvalsdeildinni, vann Halmia 3-1 eftir framlengingu. Andrea Thorisson var í byrjunarliði LB07.

Þetta var síðasta umferðin í bikarkeppninni fyrir riðlakeppni sem fer fram á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner