Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. september 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - FH getur sett annan fótinn í Evrópu
U17 kvenna mætir Möltu
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Síðustu leikir 20. umferðar Pepsi Max-deildar karla fara fram í dag. FH byrjar á heimaleik gegn botnliði ÍBV.

FH er í harðri Evrópubaráttu og myndi sigur í dag fara langleiðina með að tryggja félaginu sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári.

Eyjamenn eru löngu fallnir úr deildinni en þeirra annar sigur á tímabilinu kom í síðustu umferð.

Seinni leikur dagsins fer fram í Árbænum. Fylkir á þar leik við Víking R. í áhugaverðum Reykjavíkurslag.

Liðin eru jöfn á stigum og geta reynt að blanda sér í baráttuna um þriðja sætið með sigri. Líkurnar á að ná þriðja sætinu eru þó afar litlar, sérstaklega takist FH að bera sigur úr býtum gegn ÍBV.

Víkingar þurfa þó ekki að örvænta þar sem þeir tryggðu sér sæti í undankeppninni með sigri á FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Þá á U17 landslið kvenna leik við Möltu í undankeppni fyrir EM í Svíþjóð á næsta ári.

Ísland vann 10-1 gegn Hvíta-Rússlandi í fyrstu umferð og mun mæta Frakklandi í úrslitaleik um toppsætið í lokaumferðinni. Toppliðin tvö komast bæði áfram á næsta stig undankeppninnar.

Leikurinn fer fram í Hvíta-Rússlandi, líkt og allur undanriðill Íslands.

Pepsi Max karla:
16:45 FH - ÍBV (Kaplakrikavöllur)
19:15 Fylkir - Víkingur R. (Würth völlurinn)

EM U17 kvenna:
09:00 Ísland U17 - Malta U17
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner