Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 18. september 2019 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: PSG burstaði Real Madrid
Góð byrjun hjá PSG.
Góð byrjun hjá PSG.
Mynd: Getty Images
Idrissa Gueye átti góðan leik á miðjunni hjá PSG.
Idrissa Gueye átti góðan leik á miðjunni hjá PSG.
Mynd: Getty Images
Man City fór til Úkraínu og vann.
Man City fór til Úkraínu og vann.
Mynd: Getty Images
Ronaldo og félagar misstu frá sér 2-0 forystu.
Ronaldo og félagar misstu frá sér 2-0 forystu.
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain fór með sigur af hólmi gegn Real Madrid þegar liðin mættust í Meistaradeildinni í kvöld. Fyrstu umferð riðlakeppninnar þetta tímabilið er lokið.

Leikurinn fór fram í París og vantaði leikmenn í bæði lið. Neymar, Mbappe og Cavani voru fjarverandi hjá PSG og hjá Real vantaði leikmenn eins og Marcelo, Sergio Ramos og Luka Modric.

Angel Di Maria tók málin í sínar hendur í fjarveru Neymar, Mbappe og Cavani. Hann kom PSG yfir á 14. mínútu og bætti hann við öðru marki sínu á 33. mínútu. Staðan var 2-0 í hálfleik.

Gareth Bale skoraði glæsilegt mark í fyrri hálfleiknum, en markið var dæmt af þar sem hann handlék boltann í aðdragandanum.

Karim Benzema skoraði fyrir Madrídinga í seinni hálfleik, en aftur taldi það ekki. Í þetta skiptið var dæmd rangstaða. Real náði ekki að skora löglegt mark í leiknum.

PSG gerði hins vegar þrjú lögleg mörk. Bakvörðurinn Thomas Meunier skoraði þriðja mark Parísarliðsins í uppbótartímanum. Öruggur sigur PSG staðreynd.

Lokatölur voru 3-0 fyrir PSG sem byrjar riðilinn vel í ljósi þess að rosalega mikilvæga leikmenn vantaði í liðið. Í þessum sama riðli gerðu Galatasaray og Club Brugge markalaust jafntefli.

Man City eina enska liðið sem nær í þrjú stig
Í Úkraínu unnu Englandsmeistarar Manchester City nokkuð þægilegan sigur á Shakhtar Donetsk. Riyad Mahrez og Ilkay Gundogan skoruðu í fyrri hálfleiknum og bætti Gabriel Jesus við þriðja markinu í síðari hálfleik.

Þægilegur sigur City staðreynd og eru þeir með þrjú stig í C-riðlinum. Man City er eina enska liðið sem byrjar á þremur stigum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þetta tímabilið.

Liverpool og Chelsea töpuðu í gær og gerði Tottenham jafntefli áðan gegn Olympiakos.

Man City er þó ekki á toppnum í sínum riðli. Dinamo Zagreb tók toppsætið með 4-0 sigri gegn Atalanta. Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska boltann, var ekki hrifinn af frammistöðu Atalanta.


Jafnt í Madríd - Sigur hjá Bayern
Atletico Madrid og Juventus áttust við í stórleik í Madríd. Þessi lið mættust í 16-liða úrslitunum í fyrra og þar hafði Juventus betur eftir 3-0 sigur í útileiknum. Atletico vann fyrri leikinn 2-0.

Í kvöld var jafntefli niðurstaðan. Eftir markalausan fyrri hálfleik, þá komst Juventus í 2-0 í seinni hálfleiknum. Cuadrado og Matuidi með mörkin.

Atletico gafst hins vegar ekki upp og minnkaði Stefan Savic muninn þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Í uppbótartíma leiksins jafnaði Hector Herrera fyrir Atletico. Dramatík og Atletico náði í stig.

Þessi leikur var í D-riðli og þar er Lokomotiv Moskva á toppnum eftir nokkuð óvæntan útisigur gegn Bayer Leverkusen.

Bayern München byrjar þá á öruggum sigri. Liðið vann 3-0 gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu og er á toppnum í B-riðli sem inniheldur einnig Tottenham og Olympiakos.

A-riðill:
Paris Saint Germain 2 - 0 Real Madrid
1-0 Angel Di Maria ('14 )
2-0 Angel Di Maria ('33 )

B-riðill:
Bayern 3 - 0 Crvena Zvezda
1-0 Kingsley Coman ('34 )
2-0 Robert Lewandowski ('80 )
3-0 Thomas Muller ('90 )

C-riðill:
Shakhtar D 0 - 3 Manchester City
0-1 Riyad Mahrez ('24 )
0-2 Ilkay Gundogan ('38 )
0-3 Gabriel Jesus ('76 )

Dinamo Zagreb 4 - 0 Atalanta
1-0 Marin Leovac ('10 )
2-0 Mislav Orsic ('32 )
3-0 Mislav Orsic ('42 )
4-0 Mislav Orsic ('68 )

D-riðill:
Atletico Madrid 2 - 2 Juventus
0-1 Juan Cuadrado ('48 )
0-2 Blaise Matuidi ('65 )
1-2 Stefan Savic ('70 )
2-2 Hector Herrera ('90 )

Bayer 1 - 2 Lokomotiv
0-1 Grzegorz Krychowiak ('16 )
0-2 Benedikt Howedes ('25 , sjálfsmark)
0-3 Dmitri Barinov ('37 )

Sjá einnig:
Meistaradeildin: Tottenham missti frá sér 2-0 forystu


Athugasemdir
banner