Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 18. september 2020 12:41
Magnús Már Einarsson
Meiðsli Jóa Berg líta betur út - Missir þó líklega af Rúmeníu
Sean Dyche, stjóri Burnley, segir að meiðslin sem íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson varð fyrir gegn Sheffield United í gær séu ekki eins slæm og óttast var í fyrstu.

Jóhann var borinn af velli eftir ljóta tæklingu frá Jack Robinson snemma leiks.

Dyche segir að eftir skoðun sé ljóst að meiðslin séu ekki jafn slæm og talið var en til að mynda eru krossböndin ekki slitin.

Hins vegar séu liðböndin sködduð og því er útlit fyrir að Jóhann verður frá í nokkrar vikur. Það þýðir að hann missir af leiknum mikilvæga gegn Rúmeníu í umspili fyrir EM þann 8. október næstkomandi.

„Fyrstu fréttir eru að þetta séu sködduð liðbönd en þetta er betra en við bjuggumst við að þetta væri," sagði Dyche.

„Þetta hefur lagast í nótt og er aðeins betra en við héldum svo það eru góðar fréttir."

Sjá einnig:
Dyche: Þetta á að vera rautt - Jói gæti verið lengi frá

Athugasemdir
banner
banner