Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 18. september 2020 09:16
Magnús Már Einarsson
Thiago í læknisskoðun hjá Liverpool í dag
Thiago Alcantara, miðjumaður Bayern Munchen, mætir í læknisskoðun hjá Liverpool í dag.

Thiago er að ganga í raðir Liverpool á tuttugu milljónir punda en fimm milljónir punda gætu bæst við í bónusgreiðslum.

Spánverjinn mun skrifa undir fjögurra ára samning á Anfield og fá treyju númer 6 hjá félaginu.

Hinn 29 ára gamli Thiago hefur verið lengi í stóru hlutverki hjá Bayern síðan hann kom til félagsins frá Barcelona árið 2013.

Óvíst er með framtíð Gini Wijnaldum hjá Liverpool en hann gæti farið til Barcelona eftir þessi tíðindi.
Athugasemdir