Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. september 2021 19:46
Brynjar Ingi Erluson
Benítez: Byrjuðum með of mörg vandamál
Rafa Benitez
Rafa Benitez
Mynd: EPA
Rafael Benítez, stjóri Everton, viðurkennir að liðið hafi gert of mörg mistók í 3-0 tapinu gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en þetta var fyrsta tap liðsins á tímabilinu.

Liðið fékk á sig þrjú mörk á níu mínútum í síðari hálfleik. Matty Cash gerði fyrsta markið áður en Lucas Digne stýrði hornspyrnu Leon Bailey í eigið net. Bailey gerði svo út um leikinn nokkrum mínútum síðar.

„Mér fannst við byrja leikinn af krafti. Við komum okkur í góða stöðu í skyndisóknum í fyrri hálfleiknum en við tókum ekki réttar ákvarðanir. Við fengum nokkur færi í seinni en fengum svo mörk á okkur stuttu síðar. Við byrjuðum með of mörg vandamál en liðið barðist vel," sagði Benítez.

„Þegar þú ert með leikmenn þá getur þú búið til betri aðstæður og verið með ferskar lappir. Okkur vantaði lappir í sumum stöðum í dag."

„Við gerðum mistök snemma, alltof snemma í raun og það var erfitt að bregðast við. Vonandi getum við stjórnað þessu betur í framtíðinni,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner